Diego Hagkaupskisi fannst í Grafarvoginum
Diego er líklega einn þekktasti og mest auglýsti köttur landsins. Hann býr í Fossvoginum og fer líklegast daglega yfir brúnna í Skeifuna að spjalla við fólk í strætóskýlinu eða við innganginn að Hagkaup í Skeifunni. Hann er mjög reglulega auglýstur á síðum og spurt hvort hann sé nokkuð týndur og þetta hefur orðið að ákveðnu menningarlegu fyrirbæri innan kisu hópanna á Facebook.