Picture2.png

Smáforrit sem hjálpar týndum dýrum að komast heim

Það er fjöldi dýra á hverju ári sem týnast á Íslandi, sem betur fer kemst stór fjöldi þeirra aftur heim, en því miður ekki öll. Dýrfinna er smáforrit í þróun sem ætlað er að auðvelda fólki að skipuleggja leit að týndum dýrum, halda utan um upplýsingar og hjálpast að við leitina. Einnig getur notandi smáforritsins fengið tilkynningar um týnd dýr í hverfinu og skoðað lista af týndum dýrum ef viðkomandi finnur dýr úti sem grunur er á að sé týnt.

Við erum hópur sjálfboðaliða sem brennum fyrir málefninu með einum eða öðrum hætti. Höfum aðstoðað við leitir og höfum reynslu af því hversu erfitt og stressandi það getur verið að skipuleggja leit á samfélagsmiðlum, halda utan um allar vísbendingar og koma upplýsingum á alla sem vilja hjálpa. 

Picture1.png

Við erum nú þegar með lista af aðilum sem eiga örmerkjalesara sem hægt er að hafa samband við hér á síðunni. Einnig erum við með örmerkjaskanna til sölu og aðrar öryggistengdar vörur til styrktar smáforritinu. 

Teymið 

mynd.jpg

Guðfinna Kristinsóttir

Framkvæmdarstýra

Stjórnandi Hundasamfélagsins og er lærð í hegðun týndra dýra frá Missing Animal Response í Bandaríkjunum. Hefur gert auglýsingar fyrir eigendur týndra hunda og hjálpað til við skipulag á leitum að týndum hundum síðan 2016. 

10150565_10202556443884907_2353674156455

Árni Þór Þorgeirsson

Tæknilausnir og þróun

Hátæknifræðingur frá Háskóla Íslands og nemi í Geimverkfræði við Tækniháskólann í Luleå. Hefur reynslu á hönnun og þróun ígreyptra kerfa. Vinnur nú hjá APTAS að þróun stýribúnaðar fyrir fjarskiptastöð sem hefur samskipti við gervihnetti.

156463403_222883472914228_36856392152867

Freyja Frekja Kjartansdóttir

Hundasveitin -Ráðgjafi og sjálfboðaliði við leit af týndum dýrum

Áratuga reynsla á gæludýrum og gæludýravörumarkaði á Íslandi. Hefur reynslu og þekkingu á tækjabúnaði sem hefur nýst við leitir, eins og nætursjónaukar, hreyfimyndavélar, uppsetningu fellibúra og fleira.

119635228_10223187201566927_835254404936

Anna Margrét Áslaugardóttir

Hundasveitin -Ráðgjafi og sjálfboðaliði við leit af týndum dýrum

Fyrrum aðstoðarkona á Dýraspítala. Hefur reynslu af hegðun týndra dýra, uppsetningu fellibúra og hreyfimyndavéla, greiningu á sporum og beinum.

sandra.jpg

Sandra Ósk Jóhannsdóttir

Hundasveitin -Ráðgjafi og sjálfboðaliði við leit af týndum dýrum

Sálfræðinemi hjá Háskóla Íslands, ráðgjafi og sjálfboðaliði við leit að týndum dýrum. Miklir hæfileikar í samskiptum við fólk og stefnir á að bjóða upp á áfallahjálp fyrir eigendur týndra dýra þegar dýr finnst látið eða finnst ekki.

138684827_10160924605127501_681926629586

Snædís Þorleifsdóttir

Hundasveitin -Ráðgjafi og sjálfboðaliði við leit af týndum dýrum

.

25498160_10203660151942053_4221514141189

Elín Ósk Blomsterberg

Hundasveitin -Ráðgjafi og sjálfboðaliði við leit af týndum dýrum

.

123648225_4582094925199174_7608706260971

Eygló Anna Ottesen

Hundasveitin -Ráðgjafi og sjálfboðaliði við leit af týndum dýrum

.