Dýrfinna

Hjálpum týndum dýrum að komast heim.

Hæhæ,

Velkominn á vefinn
Dýrfinna

Dýrfinna er smáforrit í þróun sem ætlað er að auðvelda fólki að skipuleggja leit að týndum dýrum, halda utan um upplýsingar og hjálpast að við leitina. Einnig getur notandi smáforritsins fengið tilkynningar um týnd dýr í hverfinu og skoðað lista af týndum dýrum ef viðkomandi finnur dýr úti sem grunur er á að sé týnt.

Ráð við leit

Við erum með hóp sjálfboðaliða með mikla reynslu og menntun í hegðun dýra. Við veitum ráðgjöf um hvernig er best að haga leit eftir aðstæðum, tegund og persónuleika dýrsins. 

Við bjóðum upp á ráðgjöf án endurgjalds því við setjum dýrin í fyrsta sæti, við óskum þó eftir stuðningi ykkar við þróun smáforritsins og bættrar þjónustu í gegn um vefverslunina.

Smáforrit sem hjálpar týndum dýrum að komast heim

Það er fjöldi dýra á hverju ári sem týnist á Íslandi, sem betur fer kemst stór hluti þeirra aftur heim, en því miður ekki öll. Dýrfinna er smáforrit í þróun sem ætlað er að auðvelda týndum dýrum að komast heim með því að hjálpa fólki að skipuleggja leit að týndum dýrum, halda utan um upplýsingar og hjálpast að við leitina. Einnig getur notandi smáforritsins fengið tilkynningar um týnd dýr í hverfinu og skoðað lista af týndum dýrum ef viðkomandi finnur dýr úti sem grunur er á að sé týnt.

Við erum hópur sjálfboðaliða sem brennum fyrir málefninu með einum eða öðrum hætti. Við höfum aðstoðað við leitir og höfum reynslu af því hversu erfitt og stressandi það getur verið að skipuleggja leit af gæludýrinu sínu, halda utan um allar vísbendingar og koma upplýsingum á alla sem vilja hjálpa. 

Við erum nú þegar með lista af aðilum sem eiga örmerkjalesara sem hægt er að hafa samband við hér á síðunni. Einnig erum við með örmerkjaskanna til sölu og aðrar öryggistengdar vörur til styrktar smáforritinu. 

Nýjustu vörurnar okkar

Greinar um hegðun týndra dýra

Er gæludýrið þitt týnt? Það er mikilægt að hafa nokkra hluti í huga þegar gæludýrið týnist. Það er munur á hegðun dýra eftir tegund, aðstæðum sem það týnist úr, skapgerð dýrsins og heilbrigði dýrsins. 

Dýrfinna reynir að búa til greinar sem gefa ráðgjöf og upplýsingaveitu um almenn fyrstu skref. 

Happur

Vörumerkin okkar

Dýrfinna leitast við að bjóða aðeins upp á frábærar vörur frá vörumerkjum sem leggja áherslu á öryggi, gæði og/eða umhverfismál eftir tilvikum.