Nóa gamla fannst eftir 38 tíma ferðalag

Nóa eftir að hún náðist eftir tæplega tvo sólarhringi

Nóa er 13 ára gömul tík, blendingur með border collie í sér. Nóa týndist frá heimili sínu þann 30. september um klukkan 22:00. Leitarlið var gert var um ferð Nóu. Leit hófst og hefði ekkert sést til hennar þetta kvöld. Það var ekki fyrr en morguninn eftir sem sást til blendings á hlaupum í átt að Egillshöll. Leitarlið vaktaði svæðið allan daginn inn og út. Nóa komst lengra í burtu og sást við ILVU sama dag um sex leitið. Leitarlið fór strax þangað og var hún farin. Því næst barst okkur tilkynningu um hálf tíu leytið að svartur hundur væri a flakki um Svöluhöfða í Mosfellsbæ. Dýrfinnu liðið fór strax á stjá og sáu til hennar oft enn náðu aldrei í skottið á henni, eins og segja má. Þær fylgdust með för hennar lengi vel.

Kort sem sýnir ferðalagið hennar Nóu, sem sýnir að hún ferðaðist hið minnsta um 8 km.

Þann 2. október fékk lið Dýrfinnu ábendingu um að svarti hundurinn hefði sést í Langatanga í Mosfellsbæ kl 10:30. Sjálfboðaliði frá okkur var komin á svæðið rúmum fjórum mínútum seinna og sá til hennar. Byrjað var að fylgjast með förum hennar. En Nóa rölti alltaf sama hringinn, hring eftir hring. Fór inn í garða og milli húsa. Eftir að hafa áttað sig á að við værum að fylgjast með henni til að reyna ná henni breytti hún um stefnu og hélt í átt að hesthúsasahverfinu í Mosfellsbæ. Sjálfboðaliðar urði þvi varir við það að Nóa væri ekki enþá á svæðinu og sendu því fólk sem Nóa þekkir og lítinn þriggja mánaða gamlan hvolp með í átt að hesthúsashverfinu. Viti menn. Maður að nafni Eggert ákveður að ganga meira í átt að sjónum og þar lá hún Nóa eftir langan spöl. Hann kastaði til hennar lifrapylsu og passaði að horfa ekki á hana. Því nær sem hann komst smellti hann taum á hana og hélt af stað með hana úr fjörunni.

Hér má sjá samansafn af myndböndum úr leitinni af Nóu og fagnaðarfundirnir þegar hún fannst

Nóa gamla var þar með ferjuð heim til sín þar sem Gunna eigandi hennar beið eftir henni. Það má segja það að þær voru ansi glaðar að sjá hvor aðra, enda búnar að vera lengi í burtu. Nóa er hölt og lítil í sér eftir þessa ævintýraferð en heldur af stað til dýralæknis er komið var heim.

Alltaf er gott að enda leit á þessum hætti þar sem hundurinn kemst aftur í fang eiganda sinna.