Bella fannst eftir 6 daga

Bella ofurhundur Þann 1. nóvember síðastliðin hófst leit af Bellu 3 ára Miniature pinscher tík sem fór úr garði í Ástjörn þar sem hún var í heimsókn. Eigendur Bellu voru fljótt var við að Bellu var saknað og tilkynntu hvarf hennar á facebook síðu týndra dýra á Selfossi og nágrenni. Margir urðu varir við að Bella væri týnd og hófst leit fljótt. Auglýsingar voru prentaðar og hengdar upp víða ásamt auglýsingum á netinu. Leitin af Bellu stóð yfir í rúma 6 sólahringa þar til að hún fannst með hjálp Hundasveitarinnar.

Hundasveitin mætti til að leita að Bellu

Hundasveit Dýrfinnu úr Reykjavík hjálpuðu til við skipulag leitarinnar og náðu Bellu að lokum. Lítið af vísbendingum bárust af ferðum Bellu. Það var ekki fyrr en laugardagsmorguninn 6. nóvember um klukkan 6 leytið þegar mæðginin Linda og Guðjón fóru að dreifa blaðinu í Kálfhólum að Bella litla skaust framhjá þeim. Linda tilkynnti eigendum Bellu að hún hafi sést og hlaupið aftur fyrir hús. Hópur sjálfboðaliða sem höfðu allir það markmið að finna Bellu lögðu fljótt af stað eftir tilkynninguna og fóru að leita um Kálfhóla og í kringum Sunnulækjaskóla. Hundasveitin var síðan mætt um 16:00 á Selfoss úr bænum og fóru því að tala við fólkið í húsunum og fengu að svipast um eftir sporum þar sem það hefði snjóað um nóttina. Viti menn, lítil frosin spor fundust á palli einum í garði í Kálfhólum.

Bella skildi eftir sig spor

Bella skildi eftir sig spor

Stelpurnar úr Hundasveitinni þær Anna, Eygló og Sandra gengu hring í kringum húsið tékkuðu á öllum götum þar sem hún hefði getað komið sér fyrir. Þegar konan sem býr í húsinu kallar á þær og segir „ hún er hérna, hérna á bakvið ruslatunnuna“. Stelpurnar voru fljótar í réttar stöður hringinn í kringum allar tunnurnar til að passa að hún kæmist ekki í burtu. Bella náðist því loks í taum og fór svo fljótt í fang eigenda sinna þeirra Regínu og Dóra sem voru ofsalega þakklát fyrir alla hjálp og ábendingar. Eigendur Bellu þakka öllum sem tóku þátt í leitinni vel fyrir og hefðu ekki getað gert þetta án allra auglýsinganna og yndislega fólkinu.

Bella með Söndru Ósk, Eygló Önnu, Ragnheiði Lilju og Önnu Margréti sem hjálpuðust að við að ná henni.
Bella með Söndru Ósk, Eygló Önnu, Ragnheiði Lilju og Önnu Margréti sem hjálpuðust að við að ná henni.