Appelsína kemst heim eftir að hafa verið týnd í 5 ár

Appelsína leitaði af eigendum sínum
Appelsína árið 2009

Kisan Appelsína fór í pössun á Vesturgötu í 101 Reykjavík árið 2016 og það gekk það vel að hún fékk að fara út og inn að vild, einn daginn kom hún þó ekki aftur. Auglýst var eftir henni á samfélagsmiðlum og leitað í nágrenninu en bar það ekki árangur. Engar vísbendingar bárust um Appelsínu og eigendur voru ekki bjartsýn á að sjá hana aftur.

Þar til sunnudaginn 20.júní 2021 þegar sjálfboðaliði Dýrfinnu hringir í Rósu Ingibjörgu og spyr hvort hún kannist við að eiga kisu að nafni Appelsína, mjög hissa svarar Rósa Ingibjörg já og spyr hvort hún sé á lífi og segir að hún hafi horfið fyrir fimm árum síðan. Appelsína var svo sannarlega spræk og hress, ekki á henni að sjá að hún hafi verið á vergangi seinustu fimm ár. Appelsína var búin að vera að venja komur sínar í verslun Farmers market á laugarvegi, starfsfólk verslunarinnar könnuðust ekki við hana úr hverfinu og auglýstu því eftir eiganda á samfélagsmiðlum en þegar ekkert gekk fór sjálfboðaliði Dýrfinnu á staðinn til þess að skanna fyrir örmerki.

Appelsína áður en hún týndist

Það voru svo sannarlega fagnaðarfundir þegar Rósa Ingibjörg og sonur hennar Oddgeir komu að sækja Appelsínu í verslunina og frést hefur að hún sé hæst ánægð heima hjá sér og fái eðalmeðferð.

Það fór vel um Appelsínu í Farmers market

Ekki er vitað hvar Appelsína hefur verið seinustu fimm ár en mjög líklegt þykir að hún hafi gert sig heimakomna einhverstaðar á þessum tíma því hún er í mjög góðu ástandi miðað við að vera orðin 12 ára gömul og vill Dýrfinna ítreka mikilvægi þess að láta skanna dýr fyrir örmerkingu sem venja komur sínar á ókunnug heimili.

Það fór vel um Appelsínu í Farmers market

Dýrfinna vill hrósa starfsfólki Farmers market fyrir að taka eftir kisu í vanda og láta sig málið varða.