Ævintýragjarn 11 ára Plútó

Hundasveitinni barst tilkynning að lítill 11 ára gamall Silky Terrier hafði týnst upp á Ásbrú í Reykjanesbæ þann 22. október síðastliðinn um 21:00. Hundurinn heitir Plútó og var úti með eiganda sínum þegar hár skellur heyrist nálægt þeim og Plútó gamli hræddist og hljóp í burtu út í myrkrið. Eigendur hundsins vissu ekki að hérna væri til hópur sjálfboðaliða sem væru tilbúnir að hjálpa við leitina. Því var formleg leit ekki hafin fyrr en á laugardaginn. Hópur frá Dýrfinnu, hundasveitin mætti á staðinn rúmum sólarhring síðar og kannaði svæðið.

Kort af svæðinu

Staðurinn sem hann hleypur frá er rétt hjá heimili Plútós en mikið af felustöðum þarna í kring. Leitað er með nætursjónauka og ýmsum græjum vel og lengi, farið var út í móa til að leita þar en ekkert fannst. Stór hópur af fólki leitaði á svæðinu á sunnudeginum allan daginn en ekkert fannst og engin hreyfing sjáanleg af Plútó. Það er ekki fyrr en mánudags morgunn þar sem litli Plútó kemur heim til sín þar sem hann situr fyrir utan heimilið sitt og geltir. Eigendurnir urðu varir við hljóðin og opnuðu hurðina þar sem Plútó stóð hreinn og þurr fyrir utan.

Auglýsing sem birtist á svipuðum tíma og Pluto var að koma heim

Nokkrum mínútum síðar barst mynd inn á Hundasamfélagið þar sem kona hafði tekið mynd af Plútó á svæði Landhelgisgæslunnar á svæðinu þar sem hann hafði verið í skjóli. Þegar þau mættu á svæðið hafði Plútó lagt af stað heim þar sem hann rataði í faðm fjölskyldu sinnar. Fjölskyldan vill þakka fyrir alla aðstoð sem þau fengu.

Plúto var því í rúma 63 tíma í burtu en er glaður að vera kominn heim.