Að þekkja tegund spora

Það er mikill munur á hunda og katta sporum

Mörgum finnst líklega nokkuð augljóst að þekkja hundaspor frá kattasporum, en þegar verið er að leita af týndum hundi eigum við til að vera óviss, vona að kattaspor séu hundaspor eða allt í einu átta okkur á því að við erum ekki alveg viss hver munurinn er á þessum dýrategundum.

Til að skera úr um það er hægt að skoða annaðhvort göngulagið sem dýrið skilur eftir sig, t.d. í snjónum, eða sporið sjálft.

Sporið sjálft

Það eru 4 hlutir sem þarf að skoða varðandi sporið sjálf:

  1. Naglaför Kettir draga inn neglurnar þegar þær eru ekki í notkun þannig það eru yfirleitt aldrei naglaför fremst í kattarsporum, það getur komið fyrir að ekki sjáist naglaför í hundasporum, t.d. ef hundurinn er með stuttar neglur.
  2. Svæðið á milli tánna og þófa Svæðið á milli tánna og þófa er miklu stærra hjá hundum en köttum. Þar sem hundar eru mjög mismunandi að stærð getur þetta orðið erfitt að meta og því er oft talað um að það sé sirka hægt að koma einni tá af sporinu fyrir í svæðinu (sé táin td lögð á hlið inn í svæðið).
  3. Útlit þófans Þófinn er mismunandi á hundum og köttum, kettir hafa tvo „tinda“ fremst á þófanum og þrjá neðst eins og sést á myndinni hér fyrir ofan. Hundar hinsvegar hafa aðeins einn fremst á þófanum og tvo neðst.
  4. Form sporsins Ef dregnar eru útlínur sporsins þá myndar kattarpor nánast alltaf næstum fullkominn hring á meðan útlínur hundaspora eiga það til að verða ílengri.

Hér fyrir neðan má sjá myndband eftir Brian Mertins sem heldur úti síðunni Nature-mentor og hefur lært um greiningu fótsporra hinna ýmsu dýrategunda.

Göngulag dýrsins

Ef sporin eru óljós eða illgreinanleg af einhverjum ástæðum þá er oft gott að skoða nokkur spor saman og sjá hvernig göngulag dýrið hefur. Kattarspor mynda yfirleitt beina línu af sporum þar sem þeir ganga almennt ofan í sporin sín á meðan hundar stíga beint áfram með hvorri löpp þannig það verða „pör“ af fótsporum hlið við hlið.

Hér má sjá hunda myndir af mismunandi leiðum sem hundar og kettir skilja eftir sig. Hafa ber í huga að ýmislegt getur haft áhrif á útlit sporanna, til dæmis skiptir hraði dýrsins máli og hvort það stoppi eða stökkvi til. Þetta eru viðmið til þess að hafa, ef þú ert í einhverjum vafa getur þú haft samband við Guðfinnu Kristinsdóttir eða spurt inni á hópnum Hundasveitin á Facebook.

Sporin ljúga ekki þó það sé erfitt að vinna úr upplýsingunum.