14 ára Perla fundin á lífi eftir 7 daga

Mynd af Perlu úr auglýsingunni af henni

Perla fannst í dag eftir 7 daga leiðangur. Perla er 14 ára silky terrier tík sem týndist frá heimilinu sínu við Tjarnargötu í Keflavík, sunnudaginn 11. apríl um hádegisbil. Perla er blind og heyrnaskert og því var ekki haldið að hún hefði komið sér langt.

Leit var hafin samstundis og komu sjálfboðaliðar Dýrfinnu og Hundasveitarinnar strax morguninn eftir á staðinn. Almenningur hjálpaði til við leit en bar hún ekki árangur. Auglýsingar voru birtar á samfélagsmiðlum en einnig var prentað út auglýsingar á margs konar tungumálum, sem voru hengdar í búðir og í kring. Engar vísbendingar bárust allan þann tíma sem Perla var týnd.

Perla fannst loksins 18. apríl um 6 leitið að kvöldi til eftir 7 daga flakk. Hún fannst ráfandi köld og blaut við Extra24 í Hafnargötu.

Ekki er vitað hvar hún hefur haldið sig en algjört kraftaverk að hún hefur fundist á lífi.

Perla eftir að hún fannst 18. apríl