Flóttaviðbragð hunda

Það er ekki óeðliegt að hundar verði hræddir og jafnvel þekki ekki eiganda sinn þegar hann verður hræddur

Hundur fer oft í svokallað “duga eða drepast/flýja/ eða flótta“ ástand þegar hann týnist eða er aðskilinn frá eiganda. Það er líkt og það sé ýtt á takka og hann sé ekki lengur heimilisvant gæludýr, stundum er þetta kallað “villtur máti/háttur” og nær það að lýsa betur þessu ástandi. Sambærilegt má sjá hjá köttum, þ.e. villtum köttum sem áður voru gæludýr, sem geta lifað án samskipta við menn. Svipað gerist í huga hundsins, í grunnin kviknar á sjálfsbjargarviðleitni og hann gerist „villtur“ í hegðun – Hundurinn er einn og þarf að sjá um sig sjálfur. Allt utanaðkomandi verður varasamt, þar á meðal manneskjur. Hundurinn telur að hann verði að treysta aðeins á sjálfan sig til að lifa af og reiðir hann sig þá á grunneðlishvöt sína. Markmið hans verða mjög einföld: matur, vatn, öryggi og skjól.
Sumir hundar fara í þennan ham “að lifa af” nær strax og þeir verða aðskila við eiganda sinn. Sumir hundar fara ekki í þennan ham fyrr en eftir viku eða lengur. Það veltur á hundinum, fyrri upplifun hans, tegund, og aðstæðunum þegar hann týndist. Í þessum ham munu jafnvel best þjálfuðu hundarnir, þeir sem ávallt gegna innkalli, svara ekki skipuninni og virðast ekki þekkja eiganda sinn. Uppáhalds tístudótið mun ekki lokka þá og þeir svara ekki nafninu sínu þegar það er kallað. Hundurinn sem þú þekkir er í grunninn bældur, tímabundið. Þegar hundurinn hefur verið handsamaður, mun hann í flestum tilfellum snúa aftur til eðlilegs ástands og litlar persónubreytingar verða varanlegar. Þetta getur tekið mis langan tíma og fer eftir persónuleika hundsins, hversu lengi hann var týndur og áföll sem hann gæti hafa lent í á meðan hann var týndur.

Serótónin hefur áhrif á hegðun

Hvernig stendur á þessu ástandi? Hvernig getur hundur breyst í hegðun svona auðveldlega og oft hratt? Flest okkar hafa heyrt um hormónið serótónin og hvernig það virkar í líkama okkar. Serótónin er hormón sem stýrir margri starfsemi líkamans, eins og þunglyndi, svefni, skynjun og skammtímaminni. Þegar serótón forði líkamans tæmist, t.d. vegna streitu, er skammtímaminnið í hættu. Þegar streita eykst og skammtímaminnið hverfur er eðlilegt að hundurinn fari yfir í “að lifa af” haminn.
Það má ekki kalla nafnið hans, við getum ekki notað uppáhalds leikfangið til að lokka hann, hann treystir ekki matargjöfum okkar, hvað gerum við þá ef hundurinn er týndur?

Hvernig finna á hund sem hefur náð að komast í þetta ástand?

Láttu alla vita sem búa, vinna eða leika í umhverfinu. Ef allir eru meðvitaðir ættir þú að fá vísbendingu frá einverjum sem hefur séð hann. Ef hundurinn heldur fjarlægð frá fólki er hann kominn í “að lifa af” haminn. Biddu aðra að nálgast hann ekki, ekki reyna að ná honum eða elta hann. Það mun aðeins hræða hann í burtu af svæðinu sem hann er farinn að koma í vana að heimsækja og það verður erfiðara að finna hann. Óskaðu eftir því að fá tilkynningar um að hann hafi sést svo þú getir áttað þig á því á hvaða svæði hann heldur sig og hvaða leiðir hann fer reglulega.

Hundar leita í öryggi runna, veggja og annars skjóls

Það sem þú getur gert.

  1. Farðu hljóðlega á það svæði þar sem hann sást síðast. Taktu mat, sem er með sterka lykt, niðursoðinn hundamat, grillaður kjúklingur, hamborgari steik eða pylsa. Ekki kalla á hann, það gæti hrætt hann. Ef þú sérð hann, ekki færa þig nær honum. Dreifðu mat umhverfis þig og sestu á jörðina. Þú skalt drjúpa höfði, ekki ná augnsambandi og forðastu allar snöggar hreyfingar. Bíddu eftir því að hundurinn nálgist þig. Þetta getur tekið tíma. Ef hann kemur nær og sýnir áhuga á matnum skaltu leyfa honum að borða smá og svo hægt og rólega bjóða honum mat úr hendi þinni. Ef það hræðir hann, skaltu láta hendina niður (á jörðina) og haltu á matnum. Leyfðu honum að hnusa af þér þar til lyktin þín tengir í huga hans. Þú sérð hvenær hann þekkir þig aftur – það verður gleðileg stund.
  2. Ef einhver hringir og segir að hundurinn þinn hafi sést einhverstaðar, til dæmis undir runna eða við lóðarmörk þess sem hringir. Taktu saman hluti sem hundurinn þinn þekkir, t.d. bæli eða teppi, óhrein föt frá þér og taktu farðu með það á staðinn þar sem hann sást síðast. Ekki setja þau á opið svæði, settu þau frekar undir tréð eða runna þar sem er líklegra að hundurinn ferðist meðfram hlutum en þvert yfir opið svæði. Settu stóra skál af vatni líka og yfirgefðu svæðið, það verður erfitt. Kannaðu aftur seinna þann dag eða næsta morgun og vonandi sérðu einhver ummerki um að hundurinn hafi fundið þessa hluti og sé nálægur. Ef þú sérð hann, nálgastu hann hægt að honum eins og útskýrt nr. 1 til að ná því að hann þekki þig aftur. Það er mikilvægt að skilja að matur getur laðað að önnur dýr, þá helst ketti. Það gæti þýtt að það þyrfti að skoða staðinn oftar og það er ekki merki um að hundurinn þinn sé að koma ef það er borðað af matnum, en það er þess virði ef hundurinn kemst upp á lagið með að það sé yfirleitt matur á svæðinu og komi reglulega.
  3. Settu gildru á svæðið þar sem hundurinn þinn sást síðast. Auðvitað örugga gildru. Gæti tekið 2 vikur að ná honum, annars skaltu skipta um staðsetningu.

Greinin er unnin upp úr „Understanding survival mode“, þýdd af Guðrúnu Lilju Rúnarsdóttur og framunninn af Guðfinnu Kristinsdóttur, sem er lærð í hegðun týndra dýra